|
Menningarsjokk og blogglok
|
Þá er maður mættur heilu og höldnu á Íslandið góða og aðeins farinn að ná áttum eftir tímabil mikilla flutninga og umbreytinga. Síðan ég flutti til Íslands hef ég sem sagt komið mér fyrir hjá föður vorum, keypt bíl og líkamsræktarkort, knúsað litlu frænku og spjallað við vini auk ýmislegra hjáverka. Það er samt sem áður skrítið að vera fluttur á Ísland og það verður að viðurkennast að ég sakna Árósa töluvert. Kannski er þó rétt að hætta skal leik meðan hæst hann stendur og vonandi mun þakklætið fyrir þessi 2 ár í Árósum taka yfir saknaðartilfinninguna með tímanum.
Annars er meining að þetta verði mitt síðasta post inn á þessa bloggsíðu enda var tilgangur hennar sá að halda sambandi við vini og vandamenn meðan á útlegðinni stóð. Ég þakka öllum þeim sem hafa fylgst með þessari síðu fyrir innlitið og svo sjáumst við bara hress! |
Operation Graswidower in full implementation
|
Skjótt skipast veður í lofti þegar við Karen tökum okkur til við að ákveða hvernig málum skal háttað næstu vikurnar. Frá því að hún krútta mín snéri heim from the land of Ice and snow eins og Led Zeppelin söng, höfum við náð að pakka helling ofan í kassa og ákveða ferðaplönin. Actionplanið er svohljóðandi: 29/8 - Karen flýgur á vit ævintýranna. 31/8 - Flytja allt hafurtaskið niður á höfn. 01/9 - Fraflytningssyn og þá er sko betra að vera búinn að þrífa! 02/9 - Kallinn flýgur til Strass að hitta kellu sína. 08/9 - Tregabundin kveðjustund í Strass og flug til Köben, dagurinn tekinn í að hygge sig í Köben og flug til Íslands um kvöldið.
Þannig að loksins er þetta allt saman komið á hreint og ekkert eftir nema að klára þessa Árósadvöl með stæl :) |
Kópavogur - þar sem mannréttindi eru á hávegum höfð!
|
Loksins er hinum fjölmörgu spurningarmerkjum sem ég gekk með í hausnum varðandi næstu vikur farið að fækka og hlutirnir teknir að skýrast. Meistari faðir vor ætlar að hýsa kappann næstu mánuðina og kann ég honum að sjálfsögðu bestu þakkir fyrir. Það verður frábært að rifja upp fjölskyldutaktana og geta fylgst betur með A.Lo og litlu systur sem ætlar sér víst stóra hluti í vísindaferðum verkfræðinnar næsta vetur. Það er gott að búa í Kópavogi - á ekki von á öðru :)
Annað er að ég fékk staðfestingu frá skólanum um að ég er ekki bundinn af því að skila ritgerðinni í lok ágúst eins og ég var látinn lofa fyrr í vor. Þannig náum við krútta mín að hygge os aðeins áður en hinn langi og strangi vetur aðskilnaðar tekur við. Annars er skvísan á Íslandi núna en Danmörk er allskostar óspennandi án hennar! Svo verður maður bara að fara að setja countdown timer á heimferðina, það er allt að gerast! |
Bwahahahaa þetta finnst mér fyndið!
|
 |
Mission impossible
|
 If someone is taking bets - put billion dollars on the eagle!
Annars held ég að ég viti hvað kisi er að pæla, skylduræknin knýr hann í að hrekja fuglskrambann burt en hann veit að gáfulegast væri bara að forða sér. Ok, ímyndið ykkur nú að ég sé kötturinn og ritgerðin sé örnin. Hef mánuð til að stúta þessum fiðraða andskota! |
Auktu nú leti mína...
|
 Þetta er örugglega eitt svalasta tæki sem ég hef séð í langan tíma og scheiBe hvað ég væri til í að prófa þetta. Þetta er einskonar keyrandi göngugrind sem heldur sjálf jafnvægi og ég veit ekki hvað. Kemur í þremur útgáfum, þessari city útgáfu sem er á myndinni, léttri snatt-útgáfu og svo off-road útgáfu. Bara ef það væri til útgáfa sem passaði í rassvasa og gæti flutt mann upp stiga þá yrði ég alsæll og glaður. Hey Grétar, tókstu lyftuna. Ha nei nei, ég kom upp stigann!
Er það virkilega framtíðin að maður þurfi ekkert að labba? Það er allavega minn draumaheimur, er versti og latati göngumaður í heiminum. Hvort sem þetta er framtíðin eður ei þá er þetta ógó svöl græja.. fyrir þá sem vilja skoða tækin á netinu þá má gera það hérna. |
Borðið þér orma frú Norma?
|
Já maður finnur tilgang og tilviljanir oft í hinum skrítnustu hlutum, það er klárt mál. Ég hef mikið verið að velta fyrir mér okkar nánustu framtíð og þá helst hvernig ég á að díla við LÍN, hvað við eigum að kaupa áður en við flytjum heim, hvar ég ætti að sækja um vinnu og líka hvernig þetta verður nú allt þegar Karen stingur af til Strass. En sem ég er að deyja úr leiðindum yfir þessu ritgerðarskrífli þá hef ég fundið gleðina í textasmíð Megasar sem er náttúrulega á heimsmælikvarða! Eftir að hafa hlustað all oft á söng meistarans þá fór ég loksins að skilja hvað maðurinn var að syngja og viti menn, við eigum ansi margt sameiginlegt strákarnir!
"Ég þekki konu sem vinnur hjá lánasjóðnum hún er lagleg en uppfull af heift hún segir: „allt of háar tekjur ekkert lán“ og aldrei get ég neitt keypt hvorki bíl eða mjólk oní barnið mitt eða meiköpp eða keðjusagarblað
En borðið þér orma frú Norma? borðið þér orma frú Norma? borðið þér orma frú Norma? og nú, og hvað segir svo Freud um það?
Ég er að pæla í að sækja um vinnu á verkstæði Ég veit bara ekki hvar Því ég er ókunnugur svoleiðis atvinnurekstri En það ætti að skýrast þegar ég kemst á bar og jú, ég er ungur og bjartsýnn og það blessast allt hjá þess háttar gæja nema hvað
[viðlag]
Heyrðu ég ætla að kýla á það að drekkja mér alveg hreint á bólakaf því pían mín sem ég pæli hvað mest í hún er að plotta að stinga mig af en mér er svo þungt fyrir brjósti að ég bifa mér ekki úr stað"
Dísús maður, meistari Megas hlýtur að vera skyggn og hafa séð inn í framtíð mína. Guð blessi þennan meistara íslenskrar tungu og augljóslega guð spádómsheimanna! |
|